Frekari tilslakanir á heimsóknarbanni frá og með 18. maí

posted in: Óflokkað | 0

Fjölgun heimsókna:

Hver íbúi getur fengið þrjár heimsóknir frá sama einstaklingi í vikunni 18.-24. maí. Panta þarf tíma áður en komið er í heimsókn, eins og áður og sömu heimsóknartímar.

Heimsóknartímar

 • 1. hæð kl. 13:50 og 18:30
 • 2. hæð kl. 14:00 og 18:40
 • 3. hæð kl. 14:10 og 18:50

Aðstandandi hringir í hópstjóra og pantar heimsókn:

 • sími: 1. hæð 844 5271
 • sími: 2. Hæð 859 6622
 • sími: 3. Hæð 844 5278

Önnur skilyrði

 • Tveggja metra nándarmörkum á milli íbúa og aðstandenda er aflétt.
 • Mörkin gilda áfram á milli gesta og annarar íbúa hjúkrunarheimilis.
 • Aðstandandi hringir bjöllu á viðkomandi hæð þegar hann kemur í anddyrið á Sólvangi
 • Aðstandendur spritta hendur niðri í anddyrinu fyrir heimsókn
 • Aðstandendur fara beint inn á herbergi viðkomandi íbúa og aftur beinustu leið út
 • Ef þarf aðstoð er bjöllu á herbergi hringt, þ.e. ekki farið fram og náð í starfsmann. Hver aðstandandi getur dvalið í um klukkustund í senn
 • Aðstandanda er heimilt að fara út í göngutúr með sínum á meðan á heimsókn stendur

ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:

a. eru í sóttkví

b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)

c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift

d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Tilkynnt verður um frekari tilslakanir föstudaginn 22. maí. Nýjar reglur taka við frá og með 25. maí.

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.