Bakland Sólvangs vegna COVID-19

posted in: Óflokkað | 0

Við leitum að starfskröftum í varalið Sólvangs sem við getum leitað til ef hópur starfsmanna lendir í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 smits og hjúkrunarheimilið stendur frammi fyrir alvarlegri undirmönnun. Landlæknir hefur mælt með slíkri ráðstöfun við heilbrigðisstofnanir.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af umönnun eða sé menntaður heilbrigðisstarfsmaður. Gerður yrði tímavinnusamningur við viðkomandi og hann kallaður út ef þörf krefur.

Skráðu þig í bakland Sólvangs í síma 590 6504 eða sendu tölvupóst á sigrun@solvangur.is.