Dagdvölin lokar tímabundið

posted in: Óflokkað | 0

Aldraðir eru í sérstökum áhættuhópi vegna COVID-19 og Landlæknir hefur gefið út tilmæli til þeirra um hvernig má draga úr líkum á því að smitast af veirunni. Þar er mælt með því að forðast hópa eða margmenni. Hafnarfjarðarbær hefur lokað sínum félagsmiðstöðvum eins og Hraunseli og Sólvangur hefur ákveðið að fylgja því fordæmi. Dagdvölin á Sólvangi verður opnuð aftur þegar hættan er liðin hjá.