Íbúar í biðrými flytja á Hrafnistu Sléttuvegi

posted in: Óflokkað | 0

Í vikunni flytja allir íbúar svokallaðs biðrýmis á gamla Sólvangi í nýjar vistarverur á glænýju 99 rýma hjúkrunarheimili Hrafnistu á Sléttuvegi. Fyrstu íbúarnir komu á gamla Sólvang í október og dvöldu þar þangað til nýja hjúkrunarheimilið var opnað í lok febrúar 2020. Á mánudaginn var kveðjukaffi með köku og Kristján Jóhannsson og Geir Ólafsson söngvarar sungu í boði eins íbúans. Starfsfólk Sólvangs óskar íbúunum velfarnaðar í framtíðinni og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á meðan dvölinni hjá okkur stóð.

Við lokun biðrýmisins verður hæðum 2.-4. á gamla Sólvangi lokað og bíður endurbóta. 1. hæðin verður gerð upp á næstu misserum og þar verður dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun.

Einnig óskar starfsfólk Sólvangs Hrafnistu innilega til hamingju með nýja hjúkrunarheimilið.