Við leitum að sumarstarfsfólki

posted in: Óflokkað | 0

Sólvangur hjúkrunarheimili í Hafnarfirði leitar að sumarstarfsfólki með hjartað á réttum stað.

Langar þig að vinna í gefandi starfsumhverfi þar sem þú tekur ríkan þátt í daglegu lífi aldraðra?

Við leitum eftir duglegu, jákvæðu og stundvísu starfsfólki sem hefur áhuga á umönnun aldraðra.

Við leitum að hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sjúkraliðum með sérmenntun, félagsliðum, fólki í aðhlynningu og í almenn störf í eldhús og þvottahús.

Um er að ræða blandaðar vaktir og ýmsir möguleikar á starfshlutfalli.  

Skilyrði er að viðkomandi tali góða íslensku, sé orðinn 18 ára og hafi hreint sakavottorð.

Greitt er eftir viðeigandi kjarasamningum og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Sólvangur hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna sem hefur mikinn metnað fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúanna. Sólvangur hvetur karla jafns við konur að senda inn starfsumsókn.

Sólvangur er rekinn af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf.

Umsóknarfrestur er til og með 5.mars.

Vinsamlegast sækið um starf í gegnum Alfreð starfatorg með því að smella hér.