
Dröfn Ágústsdóttir hefur verið ráðinn hjúkrunarstjóri á 2. hæð á Sólvangi og tekur til starfa 6. janúar.
Dröfn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1998, er með diplómanám á meistarastigi í lýðheilsufræðum og er að auki að klára meistarnám í hjúkrunarstjórnun við HÍ.
Dröfn hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur meðal annars á heila- og taugaskurðdeild LSH, æðaskurðdeild og háls-, nef- og eyrnaskurðdeild. Nú síðustu ár hefur hún verið deildarstjóri á heila- tauga og bæklunarskurðdeild LSH.