
Hinn árlegi Sólvangsdagur verður haldinn hátíðlegur 2. nóvember kl. 14-16. Bandalag kvenna í Hafnarfirði bakar vöfflur ofan í gesti og gangandi. Verð aðeins 500 kr. fyrir vöfflu og kaffi/kakó. Ágóðinn rennur til uppbyggingar dagdvalar. Athugið að það er ekki posi á staðnum. Íbúaeiningin Hamarskot á 1. hæð verður opinn gestum og gangandi en vöfflukaffið er í salnum. Lifandi tónlist. Allir velkomnir.