Flutningar yfir á nýja Sólvang lokið

posted in: Óflokkað | 0
Fyrsta máltíðin snædd í setustofunni á nýja Sólvangi.

Miðvikudaginn 18. september voru 59 íbúar gamla Sólvangs fluttir yfir á nýja Sólvang með aðstoð aðstandenda. Flutningarnir gengu virkilega vel fyrir sig enda mikill undirbúningur að baki. Allir íbúar fá einbýli með baðherbergi, alls 28 fermetra. Hver íbúaeining er með hlýlegri setustofu og þar búa 10 manns. Í húsinu eru 6 sambýli með 60 hjúkrunarrýmum. Húsið er í eigu Hafnarfjarðarbæjar.