
Byggðasafn Hafnarfjarðar tók saman myndasýningu og hengdi upp í alla ganga á nýja Sólvangi. Sýningin er unnin upp úr bókum sem Árni Gunnlaugsson gaf út á árunum 1984-1992 í þremur bindum. Bækurnar heita ,,Fólkið í Firðinum“. Þar er að finna ljósmyndir og æviágrip eldri bæjarbúa á þessum árum. Ljósmyndirnar í bókunum þremur eru samtals 612 og áviágripin eru fyrir 750 einstaklinga. Viðmiðið hjá Árna var að einstaklingar væru alllir eldri en 75 ára og hefðu búið lengst af í bænum. Hann hnikaði þó aðeins frá þessari reglu þegar myndirnar voru af hjónum, þá mátti annað vera yngra. Upphaf þessa verkefnis var ljósmyndasýning sem Árni hélt í Góðtemplarahúsinu árið 1979.
Sýningin hefur vakið mikla lukku meðal íbúa og aðstandenda sem kannast við mörg andlit á sýningunni.