Kynningarfundur með aðstandendum

posted in: fréttir | 0

Sóltún öldrunarþjónusta ehf býður aðstandendum til kynningarfundar á Sólvangi fimmtudaginn 16. maí kl. 17 í fundarsal á fyrstu hæð. Á fundinum munu stjórnendur kynna sig, hugmyndafræði Sóltúns, áætlanir með þjónustuna, flutninginn yfir í nýja húsnæðið og svara spurningum úr sal. 
Í aðdraganda þessa fundar verða íbúafundir á hverri hæð svo það er undir aðstandendum komið hvort þeir taki aðstandanda sína með á þennan fund eða ekki, þeir hafa amk verið upplýstir áður um sömu málefni.