Heimili eða hjúkrunarheimili – fræðslufyrirlestur

posted in: fréttir | 0

Hefur heilsu aldraðs ástvinar hrakað og fjölskyldan stendur frammi fyrir mögulegum flutningi á hjúkrunarheimili? Hvaða leiðir eru í boði? Hvernig er ferlið frá sjálfstæðri búsetu inn á hjúkrunarheimili? Hvernig er hægt að bæta lífsgæðin á meðan beðið er?

Inga Lára Karlsdóttir, hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarstjóri Sóltúns Heima fer yfir helstu hliðar á þessu ferli á fyrirlestri fimmtudaginn 9. maí kl. 17 í fundarsal Sólvangs hjúkrunarheimilis, Sólvangsvegi 2, 220 Hafnarfirði. Skráning óþörf og ókeypis aðgangur.